Fótbolti

Rooney stefnir á að þjálfa þegar hann hættir að spila

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rooney er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi.
Rooney er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi. vísir/getty
Enska goðsögnin Wayne Rooney reiknar fastlega með því að hann muni halda áfram að starfa í kringum fótboltann þegar skórnir fara á hilluna.

Farið er að síga á seinni hlutann á stórkostlegum ferli þessa 32 ára gamla Englendings sem færði sig um set eftir sextán ára feril í ensku úrvalsdeildinni og hóf að leika með DC United í MLS deildinni í sumar.

Rooney viðurkennir að hann kunni lítið annað en spila fótbolta og virðist stefna á að fara í þjálfun þegar leikmannaferlinum lýkur.

„Fótbolti er það sem ég þekki. Ég hef ekki gert neitt annað alla mína ævi. Mér finnst synd að sjá þegar leikmenn með álíka feril og minn, leikmenn sem hafa spilað frá unga aldri, þurfa að labba í burt frá leiknum,“ segir Rooney.

Tveir af liðsfélögum Rooney í enska landsliðinu á undanförnum árum hófu nýverið þjálfaraferil sinn þar sem Frank Lampard tók við enska B-deildarliðinu Derby County á meðan Steven Gerrard tók við skoska stórveldinu Rangers.

„Steven Gerrard og Frank Lampard eru byrjaðir að þjálfa og mér finnst það frábært fyrir þá. Þetta er góður tími fyrir unga enska þjálfara að taka skrefið. Ég er viss um að þeir verðir byrjaðir að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni eftir tvö eða þrjú ár,“ segir Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×