Fótbolti

Albert skoraði gegn Feyenoord

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert fagnar marki sínu í dag.
Albert fagnar marki sínu í dag. vísir/getty
Fyrirliði U-21 árs landsliðs Íslands, Albert Guðmundsson, var á skotskónum í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Albert lék allan leikinn fyrir AZ Alkmaar þegar liðið fékk stórlið Feyenoord í heimsókn en þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Albert hjá AZ eftir að hann var keyptur til félagsins frá Hollandsmeisturum PSV Eindhoven í sumar.

Albert var ekki lengi að láta að sér kveða því hann kom AZ í 1-0 strax á 5.mínútu leiksins. 

Feyenoord náði hins vegar að jafna metin því Steven Berghuis, fyrrum leikmaður Watford, skoraði skömmu fyrir leikhlé.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og endaði leikurinn því með 1-1 jafntefli. AZ í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×