Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út vegna fjórhjólaslyss

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Björgunarsveitir frá Húsavík, Ljósavatni og Aðaldal héldu á staðinn.
Björgunarsveitir frá Húsavík, Ljósavatni og Aðaldal héldu á staðinn. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fjórhjólaslyss um klukkan hálf tvö í dag. Slysið varð við Kiðagil á Sprengisandsleið. Maðurinn sem var að ferðast í hópi fjórhjólamanna féll af hjóli sínu og slasaðist. Hann gat ekki ekki hjóli sínu áfram og var því óskað eftir aðstoð viðbragðsaðila við að koma honum til byggða.

Björgunarsveitir frá Ljósavatni, Húsavík og Aðaldal eru á leiðinni á vettvang. Með þeim í för eru læknir og sjúkraflutningamaður. Fyrstu hópar björgunarsveitafólks eru að nálgast vettvang.

Rétt fyrir hádegi í dag var svo björgunarsveitin Strákar á Siglufirði kölluð út vegna óveðurs. Þar gerði skyndilega mikið veður, snarpar vindhviður og úrhellis rigning. Í einni stórri vindhviðu þá fauk stór hluti af þakdúk af húsi í bænum en björgunarsveitafólk náði að festa hann. Það fór þó ekki betur en svo að í næstu vindhviðu tókst dúkurinn aftur á loft og var þá óskað eftir frekari mannafla. Rétt eftir hádegi náðist svo að festa dúkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×