Erlent

Vill að Netanyahu kalli fulltrúa heim

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/EPA
Ísraelskur stjórnarandstöðumaður kallaði eftir því í dag að Benjamin Netanyahu myndi kalla sendifulltrúa sinn frá Bandaríkjunum heim fyrir að hafa ekki tilkynnt um kynferðislega áreitni aðstoðarmanns forsætisráðherrans.

Karin Elharrar hjá Yesh Atid flokknum sagði að Ron Dermer ætti að vera kallaður heim frá Washington fyrir að tilkynna ekki um viðvaranir sem hann fékk vegna David Keyes, fjölmiðlamanni Netanyahu. Hún var einnig harðorð í garð Netanyahu og sagði þögn hans í kringum þessi mál vera þrúgandi.

„Er það ekki forsætisráðherrann sem ætti að setja fordæmi í svona málum? Það er kominn tími á að kynferðisleg áreitni verði í forgangi hjá honum,“ sagði Karin Elharrar í viðtali við Associated Press.

Þó nokkrar konur hafa stigið fram undanfarið og sakað Keyes um kynferðislega áreitni í sinn garð. Í síðustu viku steig Julia Salazar , frambjóðandi til öldungadeildar ríkisþings New York, og sagði frá áreitni David Keyes fyrir fimm árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×