Innlent

Gul viðvörun fyrir allt landið á miðvikudag

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Varað er við vondu veðri á landinu öllu á miðvikudag.
Varað er við vondu veðri á landinu öllu á miðvikudag. Vísir/ernir
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið á miðvikudag. Það mun ganga í norðan 15-23 metra á sekúndu og hvassast verður austan til á landinu. Með norðanáttinni fylgir úrkoma norðan- og austanlands, frá Vestfjörðum og austur á Austfirði.

Úrkoman sem fylgir verður í formi rigningar á láglendi en slydda eða snjókoma ofan 200-300 metra yfir sjávarmáli. Það mun kólna þegar líður á daginn og og mörk rigningar og snjókomu færast neðar. Vetraraðstæður gætu skapast á vegum, og þá sérstaklega á fjallvegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×