Enski boltinn

Moyes: Everton undir minni stjórn var framherja frá Englandsmeistaratitlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moyes er alltaf hress.
Moyes er alltaf hress. vísir/getty
David Moyes, fyrrum stjóri Everton og Manchester United, segir að Everton-liðið undir hans stjórn hafi verið einum topp framherja frá því að berjast um Englandsmeistaratitilinn.

Á síðasta tímabili Moyes með Everton tapaði liðið einungis sjö leikjum af þeim 38 sem spilaðir voru en skoruðu einungis 55 mörk sem gerði það að verkum að liðið endaði tíu stigum frá topp fjórum.

„Ég var hérna í ellefu og hálft ár og í lokin vorum við með frábært lið. Ég held að okkar stíll hafi verið jafn góður og annara liða í deildinni,” sagði Moyes í samtali við Sky Sports fyrir leik Everton og West Ham.

„Við vorum líklega framherja frá því að berjast um Englandsmeistaratitilinn. Við vorum með Arteta, Pienaar, Baines, Coleman, Distin, Jagielka og þú gætir haldið áfram. Við vorum með frábært lið.”

Everton hefur eytt miklum peningum í leikmenn síðustu tímabil og setur Moyes spurningarmerki um hver hafi staðið á bakvið þessi kaup.

„Ég veit ekki hver hefur gert þessi kaup síðustu ár; var það eigandinn, yfirmaður knattspyrnumála eða stjórinn? Þegar ég var hér þá var það ég og var alltaf studdur af Bill Kenwright.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×