Enski boltinn

Klopp: Vandræðin munu koma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp var í stuði á Wembley í gær.
Klopp var í stuði á Wembley í gær. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er með báðar fæturnar á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun sinna manna en Liverpool er með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.

„Við höfum unnið nokkra leiki og það er gott, mjög got, en það breytir engu,” sagði Klopp eftir sigurinn góða á Tottenham á Wembley í gær, 2-1.

„Við vorum mjög góðir gegn Tottenham og ég er ánægður með hópinn en við lentum einnig í vandræðum í leiknum svo það verða vandræði á þessu tímabili.”

„Hvernig við munum ráða við þessi vandamál á þessu tímabili veit ég ekki. Ég er ekki manneskja sem bíður eftir mistökum en ég er nógu gamall til að vita að þau munu koma.”

„Ég hef verið það lengi í þessum bransa að ég veit að enginn spilar fullkomið tímabil. Ekki einu sinni City á síðasta tímabili spilaði fullkomið tímabil,” sagði Þjóðverjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×