Erlent

75 ár frá stærstu skriðdrekaorrustu sögunnar

Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa
Fjöldi fólks kom saman í Rússlandi á dögunum til að leika eftir orrustuna um Kúrsk. 75 ár eru frá þessari stærstu skriðdrekaorrustu sögunnar.

Orrustan sem leikin var eftir átti sér stað sumarið 1943 þegar herflokkar Þjóðverja og rússa mættust nálægt borginni Kúrsk í hjarta Rússlands. Alls voru notaðir um 8.000 skriðdrekar í orrustunni en hún var ein sú stærsta sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni.

Töluvert færri einstaklingar léku orrustuna eftir núna en þeir voru einungis um 200 enda erfitt að leika eftir hrylling af þeirri stærðargráðu sem átti sér stað fyrir 75 árum síðan. Aðeins hluti orrustunnar við Kúrsk var endurgerður en mikið er lagt upp úr að búningar og leikmunir séu eins líkir þeim sem notaðir voru í styrjöldinni sjálfri.

Erfiðast þykir að finna T-34 skriðdreka sem enn virka til að nota í endurgerð orrustunnar. Bifvélavirkjar og áhugafólk um farartæki seinni heimsstyrjaldarinnar hefur jafnvel leitað árum saman að varahlutum til að koma þeim í gagnið. sumir brugðu á það ráð að leita þeirra á gömlum vígvöllum stríðsins á austur vígstöðvunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×