Fótbolti

Tuttugu og átta marka sigur í fyrsta leik kvennaliðs Benfica

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kvennalið Benfica
Kvennalið Benfica mynd/twitter/Benfica
Kvennalið Benfica vann stærsta sigur í sögu meistaraflokksleikja í Portúgal um helgina þegar liðið vann 28-0 sigur á Ponte de Frielas.

Benfica var að leika sinn fyrsta leik í deildarkeppninni í Portúgal. Liðið var stofnað í lok síðasta árs og sem nýtt lið þarf það að hefja leik í annari deild í Portúgal.

Liðið er vel mannað og er meðal annars með nokkrar landsliðskonur innanborðs og er greinilega allt of sterkt fyrir neðri deild Portúgals.

Fyrsta mark Benfica kom eftir aðeins tvær mínútur og var staðan orðin 16-0 í hálfleik. Í lokin hafði Benfica skorað 28 mörk. Darlene de Souza átti átta af mörkum Benfica en alls skoruðu níu leikmenn mörkin 28.

Sigurinn er sá stærsti í sögu meistaraflokksfótbolta í Portúgal. Metið hafði áður verið 21-0 sigur Sporting í portúgölsku bikarkeppninni árið 1971.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×