Innlent

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG. fréttablaðið/anton brink
Tap af rekstri Vinstri grænna nam 13,7 milljónum króna árið 2017 og var eigið fé neikvætt um 17,9 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrir árið 2017 sem flokkurinn hefur skilað til Ríkisendurskoðunar.

Í tilkynningu frá VG er minnt á að kosið hafi verið til Alþingis tvö ár í röð, 2016 og 2017. Kostnaður vegna kosninganna árið 2017 hafi numið 34 milljónum króna. Framlög ríkisins til hreyfingarinnar hafi numerið 46,5 milljónum. 

Einstaklingar styrktu flokksstarfið um 11,5 milljónir króna, en fyrirtæki styrktu hreyfinguna um 5.4 milljónir. Stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í rekstri hreyfingarinnar voru laun og tengd gjöld, nærri 38 milljónir króna.

Stjórnmálaflokkar hafa til 1. október næstkomandi til að skila inn ársreikningum sínum.

Sjö fyrirtæki styrktu VG um hámarksupphæð. HB Grandi, MATA, Síminn, Brim, Kvika, Vísir og Síldarvinnslan. Ármann Jakobsson, bróðir Katrínar forsætisráðherra og formanns flokksins, var annar tveggja einstaklingsa sem veitti hámarksstyrk eða 400 þúsund krónur.

Það gerði einnig Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, oddviti lista VG í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosnignunum í vor. Annars eru þingmenn VG áberandi á lista þeirra sem styrktu flokkinn um á þriðja til fjórða hundrað þúsund króna.


Tengd skjöl

Ársreikningur VG 2017.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×