Fótbolti

17. september er risadagur í sögu Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Vísir/Getty
Þegar saga fótboltaliðs Barcelona er skrifuð þá er öruggt að 17. september 2000 verður talinn einn af merkilegri dögunum í sögu félagsins.

Barcelona vann engan titil þennan dag og þetta voru heldur ekki góðir dagar fyrir aðallið félagsins.

Aðallið Barcelona tapaði 3-1 fyrir Atletic Bilbao í spænsku deildinni daginn áður og steinlá síðan 3-0 á móti Besiktas í Meistaradeildinni tveimur dögum síðar.

Ástæðan fyrir mikilvægi þessa dags fyrir átján árum skrifaði þrettán ára drengur undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við félagið.

Strákurinn hét Lionel Messi og er núna án efa orðinn besti leikmaður Barcelona frá upphafi.





Lionel Messi hefur skorað 556 mörk í öllum keppnum fyrir Barcelona og hefur aðeins þurft 642 leiki til þess. Hann hefur einnig unnið 33 titla með félaginu eða fleiri en nokkur annar.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×