Fótbolti

Jafntefli hjá Íslendingunum í Rostov

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sverrir Ingi í leik með Rostov.
Sverrir Ingi í leik með Rostov. vísir/getty
Íslendingaliðið Rostov gerði 1-1 jafntefli við Ural í lokaleik sjöundu umferðar rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason voru á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Rostov. Björn Bergmann Sigurðarson var einnig í byrjunarliðinu en hann var tekinn út af á 83. mínútu.

Viðar Örn Kjartansson, sem gekk til liðs við Rostov í lok ágústmánaðar, var ónotaður varamaður.

Bæði mörk leiksins komu strax í upphafi seinni hálfleiks. Varazdat Haroyan kom heimamönnum í Ural yfir eftir hornspyrnu á 47. mínútu áður en Aleksey Ionov jafnaði fyrir Rostov tveimur mínútum seinna.

Rostov er í öðru sæti deildarinnar með fjórtán stig, fimm stigum á eftir Zenit í efsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×