Innlent

Velferðarráðuneytinu verður skipt upp

Andri Eysteinsson skrifar
Stjórnarráðið birti tilkynningu um áform sín um breytingar á ráðuneytum.
Stjórnarráðið birti tilkynningu um áform sín um breytingar á ráðuneytum. Vísir/Vilhelm
Velferðarráðuneytinu verður skipt upp í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti hljóti þingsályktunartillaga þess efnis náð fyrir Alþingi.

Einnig munu jafnréttismál færast á ábyrgð forsætisráðuneytis og málefni mannvirkja færast yfir til félagsmálaráðuneytis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vef Stjórnarráðsins. 



Markmiðið með breytingunum ku vera að skýra verkaskiptingu, skerpa pólitíska forystu og skapa aukin sóknarfæri í málaflokkum sem í forgangi eru.

Með breytingunni mun ráðuneytum fjölda úr níu í tíu og er ráðgert að embættistitill ráðherra nýs félagsmálaráðuneytis verði félags- og barnamálaráðherra. Stefnt er að því að breytingarnar taki gildi 1. janúar 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×