Körfubolti

Marvin hættur úrvalsdeildarbolta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marvin mun ekki leika með Stjörnunni í vetur.
Marvin mun ekki leika með Stjörnunni í vetur. vísir/vilhelm

Marvin Valdimarsson, körfuknattleiksmaður, hefur ákveðið að hætta að spila úrvalsdeildarbolta og mun því ekki leika með Stjörnunni í vetur.

Marvin greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en hann segir í samtali við Karfan.is að það séu líkur á að hann taki slaginn í annarri deildinni með Álftanes í vetur.

„Komið gott hjá mér. Kannski spriklar maður eitthvað áfram með gömlun félögum, hver veit. En þetta var hrikalega gaman, geggjuð ár í Hveragerði og stórkostleg í Garðabænum,” skrifar Marvin og bætir við:

„Á eftir að sakna þess að rífast í dómurunun og sveifla olnboganum,” en Marvin hann hefur orðið bikarmeistari í tvígang með Stjörnunni; 2013 og 2015.

Á ferli sínum hefur Marvin spilað með Hamar í Hveragerði, Stjörnunni en hann lék fyrstu leikina í meistaraflokki með Selfyssingum 1996-97. Meistaraflokksferill Marvins spannar því rúm tuttugu ár.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.