Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar verður fjallað um starfsmannamál Orkuveitur Reykjavíkur og dótturfélaga en það kemur borgarstjóra á óvart hvernig ástand þeirra mála er innan fyrirtækjanna.

Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir að forsætisnefnd Alþingis verða að skýra fyrir þingi og þjóð hvernig kostnaður við hátíðarfund á Þingvöllum fór hundrað prósent fram úr kostnaðaráætlun. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að krabbameinslyf og önnur lyf sem skortur hefur verið á verði líklega tiltæk innan nokkurra daga.

Stofnunin og stjórnvöld geti gert betur. Þá segjum við frá því að bandarísk stjórnvöld sýna Grænlandi aukinn áhuga og vilja taka þátt í uppbyggingu borgaralegra flugvalla í landinu. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar tvö og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×