Innlent

Geta valið að sjá nýjustu tístin fyrst

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Það eru breytingar í vændum hjá samskiptamiðlinum Twitter.
Það eru breytingar í vændum hjá samskiptamiðlinum Twitter. Vísir/Getty
Forsvarsmenn samskiptamiðilsins Twitter hyggja á breytingar á fyrirkomulagi og framsetningu tísta í þágu aukins valfrelsis netverja.

Innan fárra vikna geta notendur sjálfir valið stillingu sem sýnir tístin í réttri tímaröð eins og netverjar hafa í auknum mæli kallað eftir því þeim hafi ekki hugnast núverandi fyrirkomulag forritsins.

Eins og fyrirkomulagið hefur verið frá árinu 2016 hefur þeim tístum verði gert hærra undir höfði sem eru vinsælust. Tiltekin reikniaðferð (e. algorithm) hefur verið notuð til að sýna vinsælustu tístin efst á tímalínunni.

Kayvon Beykpour, þróunarstjóri hjá Twitter, segir í samtali við Sky News að fyrirtækið sé, með breytingunni, að færa valdið í hendur notendanna sem munu sjálfir stjórna því hvernig þeir vilja hafa framsetninguna og röðun tístanna.

Hann segir að breytingin verði innleidd og tilbúin til notkunar innan fárra vikna.

Eydís Blöndal, ljóðskáld, sem slær iðulega í gegn á Twitter með hreinskilni og húmor, gagnrýndi núverandi fyrirkomulag fyrir skömmu á Twitterreikningi sínum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×