Ronaldo rekinn út af í sigri Juventus │Öll úrslit dagsins í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo var niðurbrotinn yfir því að fá rauða spjaldið
Ronaldo var niðurbrotinn yfir því að fá rauða spjaldið vísir/getty
Tíu menn Juventus unnu 0-2 sigur á Valencia í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Cristiano Ronaldo var rekinn af velli eftir hálftíma og bæði mörk Juventus komu úr vítaspyrnum.

Ronaldo fékk sitt ellefta rauða spjald á ferlinum, það fyrsta í Meistaradeildinni, fyrir að hafa virst rífa í hár Jeison Murillo þegar þeir tókust á. Spjaldið var dæmt eftir að dómarinn ráðfærði sig við sprotadómarann fyrir aftan markið.

Það voru hins vegar gestirnir frá Ítalíu sem skoruðu fyrsta markið rétt fyrir hálfleik. Miralem Pjanic fór á vítapunktinn og skoraði.

Juventus fékk svo aðra vítaspyrnu stuttu eftir að flautað var til leiks í seinni hálfleik. Aftur fór Pjanic á punktinn og aftur skoraði hann.

Valencia fékk vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins en Wojciech Szczesny varði frá Daniel Parejo og tryggði 0-2 sigur Juventus.

Úrslit dagsins í Meistaradeild Evrópu:

Ajax - AEK 3-0

Shakhtar Donetsk - Hoffenheim 2-2

Benfica - Bayern 0-2

Manchester City - Lyon 1-2

Real Madrid - Roma 3-0

Viktoria Plzen - CSKA 2-2

Valencia - Juventus 0-2

Young Boys - Manchester United 0-3

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira