Innlent

Aðstæður við Safnahúsið lífshættulegar starfsmönnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Safnahúsið er í ríkiseigu og stendur við Hverfisgötu.
Safnahúsið er í ríkiseigu og stendur við Hverfisgötu. Fréttablaðið/GVA
Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnu við Safnahúsið, áður Þjóðmenningarhúsið, að Hverfisgötu 15 í Reykjavík, kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Öll vinna var því bönnuð á vinnupöllum við bygginguna þar sem líf og heilbrigði starfsmanna var talið í hættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnueftirlitinu.

Í ákvörðun Vinnueftirlitsins kemur m.a. fram að ekki hafi verið gert áhættumat fyrir starfsmenn fyrirtækja sem vinna við verkið.

Þá hafi verkpallar við Safnahúsið, sem er í eigu ríkisins, og umferðaleiðir á þaki þess ekki verið í samræmi við gildandi reglugerðir. Handrið og fallvarnir hafi vantað, sem valdi aukinni slysahættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×