Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2018 17:57 Logi Már og Rósa Björk. Vísir/Vilhelm/Stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þáðu ekki boð bandaríska sendiráðsins á Íslandi um að fara um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman.Utanríkisráðherra, þingmönnum í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO var boðið um borð í skipið. Rósa Björk og Logi eru í utanríkismálanefnd Alþingis. Rósa Björk segist í samtali við Vísi hafa afþakkað boðið. „Þetta er ekki minn tebolli og samræmist ekki alveg mínum pólitískum skoðunum eða áhugasviði, þannig að ég var ekki að fara,“ segir Rósa. Logi segir í samtali við Vísi að hann hefði takmarkaðan áhuga á flugmóðurskipum. „Ég hef nóg að gera á þinginu og alveg óskaplega lítinn áhuga á flugmóðurskipum. Ég ákvað því að sleppa þessu.“Mynd tekin af flugmóðurskipinu Harry S. Truman í Norður-Atlantshafi í gær.Bandaríski sjóherinnHann segist halda að tilgangur ferðarinnar hafi verið að kynna varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, sem haldin verður í Norður-Atlantshafi, í Noregi og á Íslandi í október og nóvember næstkomandi. „Ég fékk bara fullnægjandi kynningu á þessu öllu utanríkismálafundi í morgun og taldi það nægja,“ segir Logi. Flogið var með tveimur Gumnman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Var það talið athyglisvert í ljósi þess að samningur á milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll frá árinu 2013 kveður á um að hernaðarumsvif skuli vera eins lítil og mögulegt er. Staðfest er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru um borð í flugmóðurskipið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var einnig þar ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þáðu ekki boð bandaríska sendiráðsins á Íslandi um að fara um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman.Utanríkisráðherra, þingmönnum í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO var boðið um borð í skipið. Rósa Björk og Logi eru í utanríkismálanefnd Alþingis. Rósa Björk segist í samtali við Vísi hafa afþakkað boðið. „Þetta er ekki minn tebolli og samræmist ekki alveg mínum pólitískum skoðunum eða áhugasviði, þannig að ég var ekki að fara,“ segir Rósa. Logi segir í samtali við Vísi að hann hefði takmarkaðan áhuga á flugmóðurskipum. „Ég hef nóg að gera á þinginu og alveg óskaplega lítinn áhuga á flugmóðurskipum. Ég ákvað því að sleppa þessu.“Mynd tekin af flugmóðurskipinu Harry S. Truman í Norður-Atlantshafi í gær.Bandaríski sjóherinnHann segist halda að tilgangur ferðarinnar hafi verið að kynna varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, sem haldin verður í Norður-Atlantshafi, í Noregi og á Íslandi í október og nóvember næstkomandi. „Ég fékk bara fullnægjandi kynningu á þessu öllu utanríkismálafundi í morgun og taldi það nægja,“ segir Logi. Flogið var með tveimur Gumnman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Var það talið athyglisvert í ljósi þess að samningur á milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll frá árinu 2013 kveður á um að hernaðarumsvif skuli vera eins lítil og mögulegt er. Staðfest er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru um borð í flugmóðurskipið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var einnig þar ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11