Erlent

Fékk hjartaáfall og lést er farþegaflugvél hafnaði utan flugbrautar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flugvél rússneska flugfélagsins UTair af gerðinni Boeing 737-500.
Flugvél rússneska flugfélagsins UTair af gerðinni Boeing 737-500. Vísir/EPA
Flugvallarstarfsmaður fékk hjartaáfall og lést við björgunaraðgerðir þegar farþegaflugvél rann út af flugbraut á flugvelli í rússnesku borginni Sochi snemma í morgun. Átján slösuðust er vélin hafnaði utan brautarinnar.

164 farþegar auk sex manna áhafnar voru um borð í flugvélinni, sem var á leið frá Moskvu á vegum flugfélagsins Utair og af gerðinni Boeing 737. Í myndböndum af vettvangi sést hvernig kviknaði í flugvélinni eftir brotlendinguna en hún rann út af flugbrautinni við lendingu, fór í gegnum grindverk á flugvellinum og hafnaði úti í á.

Hinir slösuðu hlutu brunasár og aðrir kolmónoxíðeitrun. Þrjú börn eru á meðal hinna slösuðu. Búið er að slökkva eldinn sem logaði í flaki vélarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Rússlandi verður slysið rannsakað vegna gruns um ófullnægjandi þjónustu flugfélagsins, sem hafi stefnt viðskiptavinum í hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×