Enski boltinn

Kompany vorkennir Manchester United

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Vincent Kompany vorkennir erkifjendum sínum
Vincent Kompany vorkennir erkifjendum sínum Getty
Fyrirliði Mancesther City, Vincent Kompany segist vorkenna nágrönnum sínum úr Manchester borg, Manchester United.



Manchester United hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan Sir Alex Ferguson stýrði liðinu í síðasta skiptið tímabilið 2012-13.



Rauðu Djöflarnir hafa verið í basli það sem af er tímabili og eru aðeins með þrjú stig eftir þrjár umferðir.



„Ég vorkenni nágrönnunum okkar, því Sir Alex Ferguson var svo mikill persónuleiki. Þú getur ekki tekið einhvern eins og hann frá félaginu, og haldið að allt verði í fínu lagi,“ sagði Kompany.



„Manchester United er enn stórt félag. Þeir keppa um alla titla. En þeir eru enn að berjast við að komast aftur á lappirnar eftir Ferguson. Þess vegna vorkenni ég þeim. En það er eitthvað sem við þurfum að nýta okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×