Erlent

Piparúði dreifðist um fyrsta farrými

Andri Eysteinsson skrifar
Piparúði dreifðist um vél Hawaiian Airlines.
Piparúði dreifðist um vél Hawaiian Airlines. Vísir/AP
Flugstjóri vélar Hawaiian Airlines á leið frá Oakland í Kalíforníu til eyjarinnar Maui, þeirri næst stærstu í Hawaii eyjaklasanum, lýsti yfir neyðarástandi í dag þegar að piparúði dreifðist um fyrsta farrými vélarinnar.

Fox greinir frá því að farþegi hafi náð að koma piparúðadós inn í farþegarýmið án þess að áhöfnin hafi vitað. Þegar um þrír tímar voru liðnir af fluginu urðu farþegar efnisins varir.

Farþegar í fyrsta farrými voru beðnir um að yfirgefa sæti sín og var þeim gert að standa aftast í vélinni. Flugstjóri tók ákvörðun um að lýsa yfir neyðarástandi og fékk því forgangslendingu á áfangastaðnum, Kahului á eyjunni Maui.

Hawaii News Now greinir frá því að farþegar hafi sett klúta fyrir vit sín og að eitt barn hafi kastað upp af völdum piparúðans.

Nokkrir farþeganna hafa tjáð sig um atburði flugsins á Twitter og má sjá færslur neðst í fréttinni.

Ólöglegt er að taka piparúða með sér í farþegarými flugvéla en leyfilegt er að geyma slíkt í innrituðum farangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×