Enski boltinn

Nær United að rétta úr kútnum?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þrír leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag en Arsenal, Manchester United og Tottenham eru öll í eldlínunni í dag.

Fyrsti leikur dagsins er hádegisleikurinn milli nýliða Cardiff og Arsenal en leikið er í Wales. Flautað verður til leiks 12.30.

Byrjun Cardiff hefur verið erfið rétt eins og Arsenal en Cardiff er með tvö stig á meðan Arsenal er með þrjú eftir fyrstu þrjá leikina.

Aron Einar Gunnarsson er að glíma við meiðsli og ekki er líklegt að hann verði í hópnum hjá Cardiff er flautað verður til leiks í dag.

Klukkan þrjú verður svo flautað til leiks í tveimur leikjum. Manchester United heimsækir Burnley á Turf Moor og Tottenham fer til Watford og mætir heimamönnum.

Tottenham og Watford eru bæði með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina en meiri vandræði hafa verið á Burnley og Manchester United.

United hefur tapað tveimur síðustu leikjum, gegn Brighton og Tottenham, og Burnley er með eitt stig í nítjánda sætinu. Jóhann Berg Guðmundsson er að glíma við meiðsli.

Leikir dagsins:

12.30 Cardiff - Arsenal (Í beinni á Stöð 2 Sport)

15.00 Burnley - Man. Utd (Í beinni á Stöð 2 Sport)

15.00 Watford - Tottenham (Í beinni á Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×