Enski boltinn

Pellegrini áhyggjufullur eftir ömurlega byrjun West Ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pellegrini þarf að taka til í liði West Ham.
Pellegrini þarf að taka til í liði West Ham. vísir/getty
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, er verulega áhyggjufullur yfir byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

West Ham tapaði fjórða leiknum af fjórum mögulegum er liðið tapaði 1-0 fyrir West Ham á heimavelli í dag og það er kominn pressa á Pellegrini.

„VIð vissum það áður en við byrjuðu að þetta yrðu sjö erfiðir leikir. Mér finnst þetta ekki slæm byrjun, þetta er mjög slæm byrjun,” sagði Pellegrini við fjölmiðla í leikslok.

„VIð þurfum að vera rólegri. Mér finnst við hafa mjög sterkt lið og við munum bæta okkur í framtíðinni en þegar þú færð ekkert stig í fyrstu fjórum leikjunum þá er það erfitt.”

„Ég ber ekki þessa frammistöðu við þá síðustu. Ég kíki á töfluna og þar stendur að við höfum spilað fjóra leiki og ekki fengið eitt stig.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×