Erlent

Fyrsti tími eftir klukkan hálf níu

Andri Eysteinsson skrifar
Jerry Brown ríkisstjóri gæti unnið sér inn þó nokkur prik samþykki hann lögin.
Jerry Brown ríkisstjóri gæti unnið sér inn þó nokkur prik samþykki hann lögin. Vísir/EPA
Ríkisþing Kalíforníuríkis samþykkti á föstudaginn frumvarp um að skólum yrði bannað að byrja kennslu fyrr en eftir klukkan 8:30 að morgni.

Lögin taka til tveggja af bandarísku skólastigunum (Middle School og High School). Fox greinir frá.

Lög þessi voru naumlega samþykkt í báðum deildum þingsins. Samþykki ríkisstjóri Kalíforníu, Jerry Brown, lögin með undirskrift sinni hafa skólar þrjú ár til að stilla sig af.

Stuðningsmenn tillögunnar segja að með því að seinka fyrsta tíma fái börn meiri svefn og mun það skila sér í fleiri útskriftarnemum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×