Sjáðu mistök Alisson, glæsimark Walker og öll hin mörkin í enska boltanum Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 2. september 2018 10:25 Sjö leikir fóru fram í enska boltanum í gær en þetta voru leikir í fjórðu umferð deildarinnar. Veislan byrjaði í hádeginu að venju en það var leikur Leicester og Liverpool. Gestirnir byrjuðu vel og skoraði Sadio Mane strax á 10. mínútu. Rétt áður en flautað var til hálfleiks tvöfaldaði svo Roberto Firmino forystu Liverpool. Leicester minnkaði muninn um miðbik seinni hálfleiks en það skoraði Rachid Ghezzal eftir skelfileg mistök Alisson, markvarðar Liverpool. Fulham missti niður tveggja marka forystu gegn Brighton á útivelli. Andre Schurrle og Aleksandar Mitrovic skoruðu mörk Fulham en Glenn Murray skoraði bæði mörk Brighton. Chelsea er að byrja feikilega vel undir stjórn Maurizio Sarri. Chelsea mætti Bournemouth og var töluvert betra í leiknum. Bikarmeistararnir náðu hins vegar ekki að setja mark sitt á leikinn fyrr en á 72. mínútu en það gerði Pedro. Eden Hazard innsiglaði svo góðan sigur Chelsea með marki undir lok venjulegs leiktíma. Southampton vann sterkan útisigur á Crystal Palace, 2-0. Danny Ings og Pierre Hojbjerg skoruðu mörk gestanna og þá gengur hvorki né rekur hjá West Ham sem situr enn á botninum án stiga eftir 1-0 tap gegn Wolves á heimavelli. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton þegar liðið gerði jafntefli við Huddersfield. Gylfi var skipt af velli á 76. mínútu. Í lokaleik gærdagsins mættust Englandsmeistarar Manchester City og Newcastle. Meistararnir voru töluvert betri aðilinn í leiknum og komst verðskuldað yfir á 8. mínútu er Raheem Sterling skoraði. Newcastle náði hins vegar að jafna leikinn eftir hálftíma leik, nokkuð óvænt en það gerði DeAndre Yedlin. En í upphafi seinni hálfleiks kom Kyle Walker meisturunum aftur yfir með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Eitt af mörkum tímabilsins hingað til. Leicester 1 - 2 LiverpoolBrighton 2 - 2 Fulham Chelsea 2 - 0 BournemouthCrystal Palace 0 - 2 SouthamptonEverton 1 - 1 HuddersfieldWest Ham 0 - 1 WolvesManchester City 2 - 1 Newcastle Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í enska boltanum í gær en þetta voru leikir í fjórðu umferð deildarinnar. Veislan byrjaði í hádeginu að venju en það var leikur Leicester og Liverpool. Gestirnir byrjuðu vel og skoraði Sadio Mane strax á 10. mínútu. Rétt áður en flautað var til hálfleiks tvöfaldaði svo Roberto Firmino forystu Liverpool. Leicester minnkaði muninn um miðbik seinni hálfleiks en það skoraði Rachid Ghezzal eftir skelfileg mistök Alisson, markvarðar Liverpool. Fulham missti niður tveggja marka forystu gegn Brighton á útivelli. Andre Schurrle og Aleksandar Mitrovic skoruðu mörk Fulham en Glenn Murray skoraði bæði mörk Brighton. Chelsea er að byrja feikilega vel undir stjórn Maurizio Sarri. Chelsea mætti Bournemouth og var töluvert betra í leiknum. Bikarmeistararnir náðu hins vegar ekki að setja mark sitt á leikinn fyrr en á 72. mínútu en það gerði Pedro. Eden Hazard innsiglaði svo góðan sigur Chelsea með marki undir lok venjulegs leiktíma. Southampton vann sterkan útisigur á Crystal Palace, 2-0. Danny Ings og Pierre Hojbjerg skoruðu mörk gestanna og þá gengur hvorki né rekur hjá West Ham sem situr enn á botninum án stiga eftir 1-0 tap gegn Wolves á heimavelli. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton þegar liðið gerði jafntefli við Huddersfield. Gylfi var skipt af velli á 76. mínútu. Í lokaleik gærdagsins mættust Englandsmeistarar Manchester City og Newcastle. Meistararnir voru töluvert betri aðilinn í leiknum og komst verðskuldað yfir á 8. mínútu er Raheem Sterling skoraði. Newcastle náði hins vegar að jafna leikinn eftir hálftíma leik, nokkuð óvænt en það gerði DeAndre Yedlin. En í upphafi seinni hálfleiks kom Kyle Walker meisturunum aftur yfir með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Eitt af mörkum tímabilsins hingað til. Leicester 1 - 2 LiverpoolBrighton 2 - 2 Fulham Chelsea 2 - 0 BournemouthCrystal Palace 0 - 2 SouthamptonEverton 1 - 1 HuddersfieldWest Ham 0 - 1 WolvesManchester City 2 - 1 Newcastle
Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira