Handbolti

Sjáðu stórkostlega sendingu Hauks í Evrópuleiknum í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur í leik á síðustu leiktíð.
Haukur í leik á síðustu leiktíð. vísir/ernir

Haukur Þrastarson heldur áfram að slá í gegn í handboltanum hér heima og ytra en í Evrópuleik Selfyssinga í gærkvöldi sýndi hann mögnuð tilþrif.

Selfyssingar unnu góðan sex marka sigur á Dragunas, 34-28, í fyrri leik liðanna er leikið var í nýju höllinni á Selfossi í fyrri leik liðanna í gær.

Afar skemmtileg tilþrif sáust í leiknum og hinn ungi og efnilegi Haukur Þrastarson heldur áfram að slá í gegn.

Hann átti algjörlega magnaða sendingu í leiknum er hann sendi boltann aftur fyrir bak, inn á Atla Ævar Ingólfsson sem skoraði.

Þessi glæsilegu tilþrif má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.