Enski boltinn

Stones blöskraði meðferðin á Sterling

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir fagna marki Sterling um helgina ásamt Kyle Walker.
Félagarnir fagna marki Sterling um helgina ásamt Kyle Walker. vísir/getty
John Stones, varnarmaður Man. City og enska landsliðsins, segir að gagnrýnin sem Raheem Sterling fékk á HM hafi verið mjög svo óvæginn.

Sterling var mikið gagnrýndur af fjölmiðlum á HM fyrir að skora ekki nægilega mikið er hann komst í færin. Þessu er Stones ekki sammála.

„Raheem var ótrúlegur á HM. Það var mikið rætt um hann í neikvæðu ljósi en hann gat hrætt varnir andstæðinganna og enginn tók eftir því,” sagði Stones um samherja sinn.

„Á persónulegum nótum var ég í uppnámi fyrir Raheem því við sjáum til dæmis markið sem hann skoraði í leiknum gegn Newcastle er ótrúlegt.”

„Þetta snýst ekki bara um mörkin. Hann býr til færi, fer á bakverðina. Hann gerir allt rétt og meira en það. Hann er með ótrúlegt hugarfar.”

City lenti í örlitlum vandræðum um helgina en sigurmark bakvarðarsin Kyle Walker skilaði þremur stigum í hús með 2-1 sigri á Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×