Enski boltinn

Mourinho hrósar stuðningsmönnum United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho ánægður með stuðninginn í dag.
Mourinho ánægður með stuðninginn í dag. vísir/getty

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, segir að viðbrögð stuðningsmanna eftir tapið slæma gegn Tottenham á mánudaginn hafi verið lykillinn að sigrinum gegn Burnley í dag.

United vann 2-0 sigur á Burnley í dag en eftir 3-0 tapið gegn Tottenham á mánudaginn klöppuðu stuðningsmenn leikmönnunum lof í lófa. Það var Portúgalinn ánægður með.

„Gæðin í frammistöðunni í dag og gleðin voru afleiðingar hvernig stuðningsmennirnir brugðust við á Old Trafford,” sagði Mourinho í samtali við fjölmiðla í leikslok.

„Viðbrögðin eftir leikinn gegn Tottenham var grunnurinn í því að halda áfram að koma liðinu í rétta átt.”

„Áttum við að skora sex, sjö eða átta í dag? Já, það áttum við að gera en við skoruðum tvö og vorum mjög sterkir varnarlega.”

„Einnig þegar við vorum tíu á vellinum fengum við tækifæri til að skora. Við erum ánægðir með að strákarnir geti farið inn í landsleikjahléið með sigur á bakinu.”Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.