Enski boltinn

Yaya aftur til Grikklands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Toure í góðgerðaleik á dögunum.
Toure í góðgerðaleik á dögunum. vísir/getty

Yaya Toure er genginn í raðir Olympiakos en gríska félagið staðfesti þetta á miðlum sínum nú undir kvöld.

Toure hafði verið án samnings eftir að samningur hans við Manchester City hafði runnið út í vor en þar hafði hann verið í átta ár.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann spilar með Olympiakos en hann var á mála hjá liðinu frá 2005-2006 þar sem hann tvennuna; grísku deildina og bikarinn.

Olympiakos er rising í Grikklandi. Þeir hafa unnið deildina 44 sinnum en lentu í þriðja sæti á síðustu leiktíð eftir PAOK og meisturunum í AEK Aþenu.

Liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni og ljóst að það verður mikil styrking fyrir þá að fá hinn 35 ára gamla Toure inn í liðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.