Erlent

Mikill eldur í Littlewoods-byggingunni í Liverpool

Atli Ísleifsson skrifar
Byggingin var nýverið seld og var fyrirhugað að opnað þar kvikmyndaver.
Byggingin var nýverið seld og var fyrirhugað að opnað þar kvikmyndaver. Vísir/Getty
Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur í kvöld barist við mikinn eld í Littlewoods Pools byggingunni í bresku borginni Liverpool. Byggingin er eitt af helstu kennileitum borgarinnar, en ekki hafa borist neinar fréttir af manntjóni.

Byggingin stendur við Edge Lane, er fimm hæða og byggð í Art Deco-stíl. Smíði byggingarinnar lauk árið 1938, en hún var hluti af Littlewoods, viðskiptaveldi Sir John Moores. Byggingin hefur staðið auð frá árinu 2003.

Tilkynning barst slökkviliði klukkan 19:52 að staðartíma og var komið á staðinn fjórum mínútum síðar. Eldur hafði þá borist alla leið frá neðstu hæð og upp á þak byggingarinnar.

Byggingin var nýverið seld og var fyrirhugað að opnað þar kvikmyndaver.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×