Enski boltinn

Boltinn fór inn og leikmennirnir fögnuðu en dómarinn dæmdi innkast

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kris Doolan fagnaði markinu sínu en fékk það aldrei skráð.
Kris Doolan fagnaði markinu sínu en fékk það aldrei skráð. Vísir/Getty

„Þetta er alveg ótrúlegt,“ sagði knattspyrnustjóri Partick Thistle eftir leik liðsins í skosku deildinni um helgina. Það er auðvelt að vera sammála honum.

Partick Thistle vann reyndar leikinn á móti Greenock Morton 1-0 en stærsta frétt leiksins var mark sem var dæmt af eða í rauninni aldrei dæmt gilt.

Skot Kris Doolan fór ekki aðeins inn í markið því það fór í marknetið áður en boltinn skaust út aftur. Leikmenn Partick Thistle fögnuðu skiljanlega markinu en dómarinn flautaði ekki mark.

Dómari leiksins hljóp þá til aðstoðardómara síns og ræddi málin. Á endanum gaf hann ekki mark heldur dæmdi innkast.

„Markið“ má sjá hér fyrir neðan á Twitter-síðu Partick Thistle.„Ég er bara ánægður að þetta hafði ekki áhrif á niðurstöðu leiksins,“ sagði Alan Archibald, knattspyrnustjóri Partick Thistle.

„Ég er á miðlínunni og sé boltann fara inn þaðan. Hann fer í slána, skoppar einn og hálfan jarda inn fyrir línuna, fer í netið og svo sparka þeir honum út. Svo ákveður allt í einu línumaðurinn að boltinn hafi ekki farið inn,“ sagði Archibald.

Þetta var annar heimasigur Partick Thistle í röð en liðið hefur fullt hús á heimavelli en tómt hús á útivelli eftir fjórar umferðir í skosku b-deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.