Enski boltinn

Mourinho hefur ekki áhyggjur: „Veistu hvað það kostar að reka mig?“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af peningamálum
Mourinho þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af peningamálum Vísir/Getty

Jose Mourinho segist ekki óttast það að vera rekinn frá Manchester United því það verði of dýrt fyrir félagið.

Mourinho hefur ekki byrjað tímabilið vel með United og verið mikið á forsíðum blaðanna allt frá því á undirbúningstímabilinu.

Þá á Mourinho að eiga stormasamt samband við bæði Ed Woodward, framkvæmdarstjóra félagsins, og Paul Pogba.

Eftir sigur United á Burnley um helgina var Mourinho í viðtali hjá ítalska blaðinu La Repubblica. Hann sagðist ekki óttast að missa starfið sitt.

„Ef ég yrði rekinn veistu hversu mikið af peningum þeir þurfa að gefa mér?“ spurði Mourinho hlæjandi.

„Þeir segja að ég sé í hættu en ég held það ekki.“

Þegar enska úrvalsdeildin fer í landsleikjahlé er United í 10. sæti með sex stig eftir fjórar umferðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.