Erlent

Vilja atkvæði um Swexit

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Svíþjóðardemókratar vilja úr ESB.
Svíþjóðardemókratar vilja úr ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Fulltrúar atvinnulífsins í Svíþjóð hafa áhyggjur af áformum Svíþjóðardemókrata um að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, það er Swexit, að loknum kosningunum sem haldnar eru þann 9. september. Fulltrúarnir benda á að aðild sé mikilvæg þar sem Svíar séu háðir útflutningi framleiðslu sinnar.

Leiðtogi flokksins, Jimmie Åkesson, segir Svía undirgangast of mikla löggjöf erlendis frá. Þeir sendi stjórnmálamenn á fjölda funda. Það séu samt sem áður Frakkar og Þjóðverjar sem taki allar ákvarðanirnar. Samkvæmt skoðanakönnunum fá Svíþjóðardemókratar um fimmtung atkvæða í komandi kosningum.

Tæp 70 prósent Svía eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu, ESB, samkvæmt könnun frá því í maí. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.