Erlent

Henging dánarorsök Instagram-stjörnunnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sinead McNamara, Instagram-stjarna, lést fyrir helgi á snekkju milljarðamærings.
Sinead McNamara, Instagram-stjarna, lést fyrir helgi á snekkju milljarðamærings. instagram
Krufning á líki áströlsku Instagram-stjörnunnar Sinead McNamara, hefur leitt í ljós að hún lést af völdum hengingar. Þetta segir Elias Boyiokas, dánardómstjóri, í samtali við CNN.

Hann segir jafnframt að á líkinu hefði ekki mátt greina nein merki um átök en segir að á hálsi hennar hefðu verið för eftir reipi.

Hann segir að það sé of snemmt að fullyrða um það hvort einhver hefði ýtt henni út í þetta með andlegu ofbeldi eða jafnvel hvort hún hafi verið undir áhrifum fíkniefna þar sem rannsóknin er á frumstigi. Hann bætir við að eiturefnarannsókn taki líklegast nokkrar vikur.

Grísk lögregluyfirvöld fara með rannsókn málsins en McNamara, sem var tvítug, fannst alvarlega slösuð á snekkju mexíkóska milljarðamæringsins Alberto Bailleres fyrir helgi. Hún var síðan úrskurðuð látin þegar sjúkraliðar fluttu hana á spítala.

Eigandi snekkjunnar Mayan Queen IV, Bailleres, hafði yfirgefið snekkjuna ásamt fjölskyldu sinni nokkrum dögum áður en McNamara lést.

McNamara vann á snekkjunni sem var í höfn við grísku eyjuna Kefalonia. Hún var með yfir 12 þúsund fylgjendur á Instagram þegar hún lést en nú eru þeir tæplega þrjátíu þúsund talsins.

Welcome to the jungle b*tch

A post shared by Salt Bby (@sineadmcnamara) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×