Erlent

Skór Dorothy fundnir eftir þrettán ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Sérfræðingur skoðar skóparið gaumgæfilega.
Sérfræðingur skoðar skóparið gaumgæfilega. Vísir/FBI
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur fundi fræga rauða skó sem stolið var af safni í Minnesota árið 2005. Judy Garland var í skónum þegar hún lék í kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz sem kom út árið 1939. Parið er eitt af minnst fjórum slíkum sem til eru frá framleiðslu myndarinnar og eru þeir milljóna dala virði. Skónum var stolið frá Judy Garland safni í Grand Rapids.

Rannsakendur FBI komu honum yfir skóna í sumar eftir að maður setti sig í samband við tryggingafyrirtækið sem tryggði skónna. Hann sagði fyrirtækinu í fyrra að hann vissi hvar skórnir væru og gæti komið þeim til skila gegn greiðslu.



Skórnir fundust svo í Minneapolis eftir umfangsmikla aðgerð lögreglunnar í Grand Rapids og FBI. Þeir voru svo fluttir á Smithsonian safnið í Washington DC þar sem annað par úr kvikmyndinni er til sýnis. Þar skoðuðu sérfræðingar parið og sannreyndu að það væri raunverulegt.

Nokkrir liggja undir grun vegna þjófnaðarins en rannsóknin stendur yfir. Lögreglan hefur leitað eftir aðstoð almennings og biðlar til alla sem hafa einhverja vitneskju um þjófnaðinn og hvar skórnir hafa verið síðan að stíga fram.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×