Innlent

Bein út­sending: Á­hrif sam­fé­lags­legrar ný­sköpunar á ís­lenskt sam­fé­lag

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Fundurinn er haldinn í Norræna húsinu.
Fundurinn er haldinn í Norræna húsinu. Fréttablaðið/Stefán
Fundur um samfélagslega nýsköpun verður haldinn í Norræna húsinu í dag frá klukkan 12 - 13:30. Fundurinn er liður í kynningu á viðskiptahraðlinum Snjallræði, sem ætlaður er „fyrir frumkvöðla sem vilja virkja hugsjónir sínar til að leysa úr samfélagslegum áskorunum.“ Hægt verður að horfa á útsendingu frá fundinum hér fyrir neðan.

Frummælendur eru Ragna Sara Jónsdóttir og Rúnar Unnþórsson. Ragna mun fjalla um samfélagslega nýsköpun sem kröfu nýrrar kynslóðar og Rúnar mun fjalla um þátt verkfræðinnar í mótun nútíma samfélags, hlutverk verkfræðinnar í samfélagslegri nýsköpun og hvernig áherslur á samfélagsábyrgð hafa þróast innan verkfræðinnar.

Fundarstjóri er Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur og stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×