Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2018 19:55 Skjóta þarf lagastoð undir hagsmunaskráningu ráðherra, þingmanna og fleiri í stjórnsýslunni og gera skráninguna víðtækari, að sögn Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún leggur áherslu á að stjórnsýslan verði gagnsæ almenningi enda eigi hún að þjóna honum. Eitt fyrsta verk Katrínar í embættis forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem fékk það hlutverk að kanna hvernig mætti auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Í skýrslu hópsins sem birt var í dag er meðal annars vitnað í kannanir þar sem fram kom að 70% landsmanna telji mikla spillingu í stjórnkerfinu og atvinnulífinu. Katrín sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að upplýsingar sem þessar í skýrslunni væru ekki nýjar af nálinni. Ýmsar tillögur sem hópurinn lagði fram séu einnig kunnuglegar og vinna sé þegar hafin við sumar þeirra, þar á meðal birtingu hagsmunaskráningar ráðherra og þingmanna en einnig aðstoðarmanna þeirra og ráðuneytisstjóra. „Það þarf hins vegar að skjóta lagastoð undir þá birtingu og hagsmunaskráningu. Hún þarf að vera víðtækari og taka til fleiri þátta en hún gerir í dag,“ sagði forsætisráðherra.Almenningur geti áttað sig á kerfinu Katrín sagði að traust á stjórnmálum yrði ekki endurheimt með því að skipa starfshóp en mikilvægt væri að ramma vandamálið inn eins og hópurinn hefði nú gert. Hópurinn leggi meðal annars til að stjórnvöld setji sér stefnu um heilindaramma í stjórnsýslu og stjórnmálum. Markmiðið væri að byggja á heilindahugtakinu. Ráðherrann kynnir Alþingi skýrslu hópsins á næstu. Sagði Katrín mikilvægt að skýrslan fái umræðu því hún varði stjórnmálin í heild, ekki aðeins framkvæmdavaldið. „Hún snýst fyrst og fremst um það hvernig við getum byggt kerfið upp að það sé gagnsætt öllum almenningi og almenningur geti í raun og veru áttað sig á því hvernig kerfið virkar því kerfið er hér fyrir almenning og það er til að tryggja jafnræði borgaranna gagnvart stjórnsýslunni,“ sagði Katrín. Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Skjóta þarf lagastoð undir hagsmunaskráningu ráðherra, þingmanna og fleiri í stjórnsýslunni og gera skráninguna víðtækari, að sögn Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún leggur áherslu á að stjórnsýslan verði gagnsæ almenningi enda eigi hún að þjóna honum. Eitt fyrsta verk Katrínar í embættis forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem fékk það hlutverk að kanna hvernig mætti auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Í skýrslu hópsins sem birt var í dag er meðal annars vitnað í kannanir þar sem fram kom að 70% landsmanna telji mikla spillingu í stjórnkerfinu og atvinnulífinu. Katrín sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að upplýsingar sem þessar í skýrslunni væru ekki nýjar af nálinni. Ýmsar tillögur sem hópurinn lagði fram séu einnig kunnuglegar og vinna sé þegar hafin við sumar þeirra, þar á meðal birtingu hagsmunaskráningar ráðherra og þingmanna en einnig aðstoðarmanna þeirra og ráðuneytisstjóra. „Það þarf hins vegar að skjóta lagastoð undir þá birtingu og hagsmunaskráningu. Hún þarf að vera víðtækari og taka til fleiri þátta en hún gerir í dag,“ sagði forsætisráðherra.Almenningur geti áttað sig á kerfinu Katrín sagði að traust á stjórnmálum yrði ekki endurheimt með því að skipa starfshóp en mikilvægt væri að ramma vandamálið inn eins og hópurinn hefði nú gert. Hópurinn leggi meðal annars til að stjórnvöld setji sér stefnu um heilindaramma í stjórnsýslu og stjórnmálum. Markmiðið væri að byggja á heilindahugtakinu. Ráðherrann kynnir Alþingi skýrslu hópsins á næstu. Sagði Katrín mikilvægt að skýrslan fái umræðu því hún varði stjórnmálin í heild, ekki aðeins framkvæmdavaldið. „Hún snýst fyrst og fremst um það hvernig við getum byggt kerfið upp að það sé gagnsætt öllum almenningi og almenningur geti í raun og veru áttað sig á því hvernig kerfið virkar því kerfið er hér fyrir almenning og það er til að tryggja jafnræði borgaranna gagnvart stjórnsýslunni,“ sagði Katrín.
Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42