Erlent

Aurskriða féll á íbúðarhús í Japan eftir öflugan jarðskjálfta

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumaður stýrir umferð í borginni Sapporo eftir að rafmagni sló út af völdum jarðskjálftans.
Lögreglumaður stýrir umferð í borginni Sapporo eftir að rafmagni sló út af völdum jarðskjálftans. Vísir/EPA
Öflugur jarðskjálfti upp á 6,7 stig hrinti af stað aurskriðu sem féll á íbúðarhús á Hokkaido-eyju á norðanverðum japanska eyjaklasanum. Fjöldi fólks er sagður annað hvort slasaður eða fastur inni í húsum sínum eftir skriðuna.

Skriðan féll um klukkan sex að íslenskum tíma en þá var klukkan rúmlega þrjú á aðfaranótt fimmtudags að staðartíma. Reuters-fréttastofan segir að tíu manns hafi verið fluttir á sjúkrahús en meiðsl þeirra séu ekki alvarleg.

Hamfararnir hafa valdið slegið út rafmagni og lokað vegum á svæðinu. Ríkisstjórn landsins hefur sett á fót stjórnstöð til þess að stýra björgunarstarfi og neyðaraðstoð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×