Erlent

Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð

Andri Eysteinsson skrifar
Botham Jean, bjó ásamt lögreglukonunni í South Side flats íbúðablokkinni.
Botham Jean, bjó ásamt lögreglukonunni í South Side flats íbúðablokkinni. Vísir/AP

Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins.

Nágranninn, Botham Jean, var 26 ára gamall, kom frá eyríkinu Sankti Lúsíu og starfaði hjá ráðgjafafyrirtækinu PwCJean var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.

Lögreglukonan hafði verið að koma heim af vakt og kom að manni inni í íbúðinni. Konan skaut innbrotsþjófinn sem reyndist verða eigandi íbúðarinnar við hlið íbúðar konunnar. Konan tilkynnti sjálf um atvikið.

Lögregluyfirvöld í Dallas hafa ekki opinberað nafn konunnar en hafa greint frá því að hún verði send í leyfi á meðan að á rannsókn málsins stendur.

Ekki liggur fyrir hvernig konan komst inn í íbúð mannsins en íbúar í íbúðablokkinni segja í samtali við AP fréttaveituna að hægt sé að opna íbúðirnar með lykli eða talnakóða.


Lögreglustjóri Dallas, Renee Hall, sagði á blaðamannafundi að lögreglukonan yrði kærð fyrir manndráp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.