Fótbolti

Rótgróin stemning heldur reynslumiklu landsliði á jörðinni

Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar
Strákarnir æfðu í fjóra daga í Austurríki og komu svo til Sviss.
Strákarnir æfðu í fjóra daga í Austurríki og komu svo til Sviss. vísri/arnar halldórsson
Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, hlakkar til leiksins í dag á móti Sviss eins og aðrir leikmenn liðsins en ný keppni og nýtt upphaf með nýjum þjálfara hefst í dag.

Strákarnir okkar mæta Sviss í Þjóðadeildinni klukkan 16.00 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Erik Hamrén stýrir íslenska liðinu í fyrsta sinn en hann hefur ekki fengið mikinn tíma til að undirbúa liðið fyrir þennan fyrsta leik sinn sem stjóri Íslands. Hann þarf að gera einhverjar breytingar á byrjunarliðinu og fyrir suma er þetta nýtt haf með íslenska hópnum.

„Nú byrja allir með hreinan skjöld og því verður mikil heilbrigð samkeppni sem ýtir okkur áfram,“ segir Hólmar Örn.

„Þetta hefur verið mjög fín vikaen tíminn auðvitað stuttur í undirbúningi. Við höfum verið duglegir að funda og æfa og skerpa á því sem þarf að skerpa á. Þetta hefur allt verið mjög fínt,“ segir hann.

Þrátt fyrir nýjan þjálfara og nýjar áherslur hefur æfingavikan í Austurríki og Sviss ekki verið neitt rosalega frábrugðin því sem að strákarnir eiga að venjast.

„Ég get nú eiginlega ekki sagt það. Það er rosalega rótgróin stemning í hópnum og hann heldur í það. Hún er stór hluti ástæðunnar að við höfum náð svona langt. Hamrén vill fara hægt og rólega held ég í áttina að hlutunum og ég tel það réttu leiðina að þessu. Það er ekki ástæða til að breyta miklu,“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×