Fótbolti

Belgar skoruðu fjögur í upphitun fyrir Ísland

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Batshuayi og Hazard fagna marki þess fyrrnefnda en þeir voru báðir á skotskónum í gær
Batshuayi og Hazard fagna marki þess fyrrnefnda en þeir voru báðir á skotskónum í gær Vísir/Getty
Belgía gjörsigruðu Skota í vináttulandsleik í gær, 4-0. Belgar eru að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Ísland í Þjóðadeildinni sem fram fer á þriðjudag á Laugardalsvelli.



Leikið var í Skotlandi en Alex McLeish, landsliðsþjálfari Skotlands er ekki að byrja vel í starfi sínu. Þetta var fjórða tap Skota í fimm leikjum undir stjórn McLeish.



Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Belgar komust þó yfir um miðbik hálfleiksins með marki frá Romelu Lukaku.



Í seinni hálfleikur hrundi hins vegar leikur heimamanna og Belgar gengu á lagið.



Eden Hazard skoraði strax á upphafsmínútu síðari hálfleiks og tvöfaldaði þannig forystu Belgíu.



Michy Batshuayi bætti svo við þriðja markinu á 52. mínútu. Batshuayi var svo aftur á ferðinni átta mínútum síðar og innsiglaði öruggan 4-0 sigur Belgíu.



Þetta var stærsta tap Skota á heimavelli í 45 ár, en þá töpuðu þeir gegn grönnum sínum úr suðri, Englendingum 5-0.



Ísland mætir Sviss í dag klukkan 16:00 í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar en Belgar heimsækja svo Laugardalsvöll á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×