Fótbolti

John Terry að verða andstæðingur Íslendinganna í Rússlandi

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Terry er á leið til Rússlands
Terry er á leið til Rússlands Vísir/Getty
John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins er á leið í rússnesku úrvalsdeildina til Spartak Moskvu og verður hann þar með andstæðingur íslensku leikmannanna í Rússlandi.



Terry er samningslaus eftir að hafa yfirgefið Aston Villa undir lok síðasta tímabils.



Í morgun gaf hann það til kynna að hann gæti verið aftur á leið til Aston Villa eftir að hafa sagt eiga ókláruð verkefni þar á bæ.



Hann verður hins vegar ekki aftur liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Aston Villa því hann er á leið til Spartak Moskvu en hann gekkst undir læknisskoðun þar í morgun.



Sex íslenskir leikmenn eru samningsbundir liðum í Rússlandi, Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika með nágrönnum Spartak, CSKA Moskvu og Ragnar Sigurðsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Sverrir Ingi Ingason og Viðar Örn Kjartansson leika allir með Rostov.



Spartak er í öðru sæti rússnesku deildarinnar, á eftir Zenit Pétursborg.



Semji Terry við Spartak Moskvu, gæti hann mætt fyrrum liðsfélaga sínum úr enska landsliðinu, Steven Gerrard í Evrópudeildinni. Gerrard stýrir skoska félaginu Rangers en liðin drógust saman í riðil í Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×