Fótbolti

Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Wolfsburg

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Sara Björk var á skotskónum í dag
Sara Björk var á skotskónum í dag Vísir/Getty

Landsliðskonan Sara Björk var tvisvar á skotskónum í stórsigri Wolfsburg á Hannover í annarri umferð þýska bikarsins í dag.

Sara Björk og stöllur hennar í Wolfsburg eru ríkjandi bikarmeistarar og hófu titilvörnina í dag með látum.

Liðið mætti Hannover en þurfti að komast í gegnum sérstaka bikarkeppni fyrir lið utan deildakeppninnar til þess að komast í þýska bikarinn, sem það gerði.

En Hannover var ekki mikil fyrirstaða fyrir stórlið Wolfsburg en Wolfsburg valtaði yfir Hannover, 11-0.

Sara Björk kom Wolfsburg á bragðið með marki strax á 5. mínútu leiksins. Hún skoraði svo einnig á 41. mínútu en það var sjötta mark Wolfsburg í leiknum.

Wolfsburg er því komið örugglega í næstu umferð bikarkeppninnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.