„Réttardagurinn er miklu skemmtilegri en jólin,“ segir fjallkóngur Tungnamanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2018 20:15 Um fimm þúsund fjár voru í Tungnaréttum í morgun og annað eins af fólki í blíðskaparveðri. Fjallkóngur Tungnamanna segir réttardaginn miklu skemmtilegri en jólin. Það var að sjálfsögðu flaggað við Tungnaréttir enda réttardagur í hverri sveit alltaf hátíðisdagur. Margt fé og fólk var í réttunum. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu nokkuð misjöfn af fjalli, sum frekar rýr en önnur í góðum holdum. Eyvindur Magnús frá Kjóastöðum var að koma úr sinni fimmtugustu fjallferð. „Það er reyndar svolítið öðruvísi en var hérna fyrst, aðbúnaðurinn og annað hefur breyst,“ segir Eyvindur. En eru menn eitthvað að staupa sig á fjalli ? „Það er nú ekki eins nærri því mikið og var hérna áður, það hefur minnkað mikið eftir að bjórinn kom til sögunnar, hann skemmir fyrir okkur,“ segir Eyvindur hlægjandi. Nýr sveitarstjóri Bláskógabyggðar, Ásta Stefánsdóttir var að koma í fyrsta skipti í Tungnaréttir. „Hér er boðið upp á réttarsúpu víða og svo eru margir sem reka heim, þannig að þetta heldur áfram fram eftir degi.“ Guðrún Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna segir réttardaginn miklu skemmtilegri en jólin þó hún fái enga pakka í réttunum. „Já, miklu skemmtilegri, miklu skemmtilegri, þetta er jólapakkinn, féð heim af fjalli og hitta fólkið, það er pakkinn.“ Söngur er eitt af aðalsmerkjum Tungnarétta þar sem bændur og búalið taka sig saman og syngja raddað. Sigurður Þorsteinsson, bóndi á Heiði sem verður 95 ára eftir nokkra daga stýrði söngnum í réttunum af mikilli röggsemi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar (t.v) og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar létu sig ekki vanta í réttirnarVísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Vel var tekið á í söngnum eins og sjá máVísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íslenska fánanum var flaggað við Tungnaréttir í dag, enda réttardagur í hverri sveit alltaf hátíðisdagur. Um fimm þúsund fjár voru í réttunum og mikill mannfjöldi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Húðflúr Ólöfu Önnu Brynjarsdóttur á bænum Heiði í Biskupstungum vakti mikla athygli í réttunum en það er af hrúti, staðsett á bringunni á henni. „Ég auðvitað elska sauðfé og þaðan kemur hugmyndin. Þetta er enginn sérstakur hrútur, bara hrútskúpa“, segir Ólöf Anna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Réttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Um fimm þúsund fjár voru í Tungnaréttum í morgun og annað eins af fólki í blíðskaparveðri. Fjallkóngur Tungnamanna segir réttardaginn miklu skemmtilegri en jólin. Það var að sjálfsögðu flaggað við Tungnaréttir enda réttardagur í hverri sveit alltaf hátíðisdagur. Margt fé og fólk var í réttunum. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu nokkuð misjöfn af fjalli, sum frekar rýr en önnur í góðum holdum. Eyvindur Magnús frá Kjóastöðum var að koma úr sinni fimmtugustu fjallferð. „Það er reyndar svolítið öðruvísi en var hérna fyrst, aðbúnaðurinn og annað hefur breyst,“ segir Eyvindur. En eru menn eitthvað að staupa sig á fjalli ? „Það er nú ekki eins nærri því mikið og var hérna áður, það hefur minnkað mikið eftir að bjórinn kom til sögunnar, hann skemmir fyrir okkur,“ segir Eyvindur hlægjandi. Nýr sveitarstjóri Bláskógabyggðar, Ásta Stefánsdóttir var að koma í fyrsta skipti í Tungnaréttir. „Hér er boðið upp á réttarsúpu víða og svo eru margir sem reka heim, þannig að þetta heldur áfram fram eftir degi.“ Guðrún Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna segir réttardaginn miklu skemmtilegri en jólin þó hún fái enga pakka í réttunum. „Já, miklu skemmtilegri, miklu skemmtilegri, þetta er jólapakkinn, féð heim af fjalli og hitta fólkið, það er pakkinn.“ Söngur er eitt af aðalsmerkjum Tungnarétta þar sem bændur og búalið taka sig saman og syngja raddað. Sigurður Þorsteinsson, bóndi á Heiði sem verður 95 ára eftir nokkra daga stýrði söngnum í réttunum af mikilli röggsemi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar (t.v) og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar létu sig ekki vanta í réttirnarVísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Vel var tekið á í söngnum eins og sjá máVísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íslenska fánanum var flaggað við Tungnaréttir í dag, enda réttardagur í hverri sveit alltaf hátíðisdagur. Um fimm þúsund fjár voru í réttunum og mikill mannfjöldi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Húðflúr Ólöfu Önnu Brynjarsdóttur á bænum Heiði í Biskupstungum vakti mikla athygli í réttunum en það er af hrúti, staðsett á bringunni á henni. „Ég auðvitað elska sauðfé og þaðan kemur hugmyndin. Þetta er enginn sérstakur hrútur, bara hrútskúpa“, segir Ólöf Anna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Réttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira