Fótbolti

Sane yfirgaf landsliðshópinn vegna fæðingu dóttur hans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leroy Sane.
Leroy Sane. Vísir/Getty
Leroy Sane yfirgaf þýska landsliðshópinn til þess að vera viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Hann greindi frá þessu í gær.

Fréttir bárust af því á föstudag að Sane hafi yfirgefið landsliðshóp Þjóðverja af persónulegum ástæðum eftir að hafa rætt við Joachim Löw landsliðsþjálfara.

Sane greindi svo frá því í gær að honum hefði fæðst dóttir aðfaranótt laugardags og þakkaði þýska sambandinu fyrir að hafa leyft honum að vera viðstaddur fæðinguna.

Sane kom inn á sem varamaður í jafntefli Þýskalands og Frakklands í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn og verður ekki í leikmannahópnum í vináttulandsleik gegn Perú í dag.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×