Viðskipti erlent

Trump segir Apple að framleiða vörurnar í Bandaríkjunum til að forðast tolla á Kína

Birgir Olgeirsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna Vísir/EPA

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að fyrirtækið Apple ætti að framleiða vörur sínar í Bandaríkjunum ef það vill forðast tolla á innfluttar vörur frá Kína.

Trump lét þessi ummæli falla á Twitter en Apple hafði sent bandarískum yfirvöldum bréf þar sem fyrirhuguðum tollum var mótmælt. Fyrirtækið heldur því fram að tollarnir muni hækka verð til muna á mörgum Apple-vörum og var þar Apple-úrið nefnt sérstaklega en ekki minnst á iPhone.

Sagðist forsetinn gera sér fullkomlega grein fyrir því að verð á Apple vörum myndi hækka en bætti við að það væri einföld lausn við því. Fyrirtækið myndi framleiða vörur sínar í Bandaríkjunum og fengi á móti undanþágur frá skatti.

„Framleiðið vörurnar í Bandaríkjunum í stað þess að gera það í Kína. Reisið verksmiðjur nú þegar.“

Fréttaveita Reuters bar þessi ummæli undir forsvarsmenn Apple sem neituðu að tjá sig.

Reuters tekur fram að tæknigeirinn muni finna mest fyrir fyrirhuguðum tollum Bandaríkjastjórnar á innfluttar vörur.

Hélt Apple því fram að þessir tollar muni bitna mun meira á Bandaríkjunum en Kína.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.