Enski boltinn

Salah skoraði tvö, gaf tvær stoðsendingar og klúðraði tveimur vítum

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Það var nóg að gera hjá Salah gegn Níger
Það var nóg að gera hjá Salah gegn Níger Vísir/Getty

Mohamed Salah skoraði tvö mörk, gaf tvær stoðsendingar og klúðraði tveimur vítaspyrnum í stórsigri Egypta á Níger, 6-0 í undankeppni Afríkukeppninnar í gær.

Salah klúðraði vítaspyrnu strax á upphafsmínútum leiksins en bætti upp fyrir það skömmu síðar þegar hann gaf stoðsendingu á Marwan Mohsen.

Salah klúðraði svo annarri vítaspyrnu á 29. mínútu en þá náði hann frákastinu og skoraði þriðja mark Egypta.

Liverpool-maðurinn lagði svo upp annað mark á Mohsen áður en hann bætti við öðru marki sínu og fimmta marki Egypta á 86. mínútu. Skrautlegur leikur hjá Egyptanum knáa.

Egyptaland tapaði í fyrstu umferð undankeppninnar gegn TúnisAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.