Fótbolti

Einn lést og 37 slösuðust vegna troðnings á leik Madagascar og Senegal

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Mikil spenna var fyrir komu Sadio Mane og liðsfélaga hans hjá Senegal
Mikil spenna var fyrir komu Sadio Mane og liðsfélaga hans hjá Senegal Vísir/Getty
Að minnsta kosti einn er látinn og 37 eru slasaðir af völdum troðnings á landsleik Madagascar og Senegal í undankeppni Afríkukeppninnar sem fór fram í dag.



Mikill spenningur var fyrir leik Madagascar og Senegal í undankeppni Afríkumótsins í dag en leikurinn fór fram í Madagascar.



Landslið Madagascar hefur ekki náð miklum árangri á sviði knattspyrnunnar og hefur t.a.m. aldrei komist á stórmót.



En liðið byrjaði af krafti í undankeppninni og vann Súdan á útivelli, 3-1.



Senegal er stórlið í Afríku en liðið var á heimsmeistaramótinu í sumar. Senegal vann einnig sinn fyrsta leik, gegn Miðbaugs-Gíneu og var því um toppslag að ræða.



Alltof mikið af fólki var samankomið til þess að berja augum á toppslaginn sem olli miklum troðningi.



Samkvæmt frönskum miðlum lést einn áður en leikurinn hófst og 37 slösuðust.

 

Madagascar náði í jafntefli í leiknum, 2-2 eftir að hafa lent tvisvar undir. 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×