Fótbolti

Ramos fékk líflátshótanir eftir að hafa meitt Salah í úrslitaleiknum

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Ramos og Salah í baráttunni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Ramos og Salah í baráttunni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Vísir/Getty
Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos segist hafa fengið líflátshótanir eftir að hann meiddi Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í maí.



Ramos og Salah lentu í samstuði á 30. mínútu úrslitaleisins sem varð til þess að Salah meiddist á öxl og þurfti að yfirgefa völlinn.



Salah var besti leikmaður Liverpool á síðustu leiktíð og var það því mikið áfall fyrir Liveprool að missa hann útaf svona snemma, í svona mikilvægum leik.



Ramos hefur alltaf haldið því fram að hann hafi ekki reynt að meiða Salah viljandi en segist jafnframt ekki sjá eftir gjörðum sínum.



Ramos fékk ekki góðar móttökur á Wembley þegar hann lék með spænska landsliðinu gegn því enska í gær.



"Ég hefði viljað fá betri móttökur því fólk man aðeins eftir því sem gerðist í úrslitaleiknum. Enginn man eftir líflátshótununum sem fjölskylda mín og börn fengu," sagði Ramos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×